mán 27. janúar 2020 23:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stuðningsmannafélag City svarar Guardiola: Skilur ekki okkar stöðu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það voru ekkert alltof margir stuðningsmenn sem mættu á Etihad leikvanginn þegar Manchester City sigraði Fulham í enska bikarnum á sunnudaginn.

Pep Guardiola, stjóri City, kallaði eftir því að stuðningsmenn myndu mæta þegar City tekur á móti Manchester United á miðvikudaginn.

Guardiola skildi ekki af hverju Etihad völlurinn var ekki þéttsetinn á sunnudag.

Kevin Parker, talsmaður stuðningsmannafélagsins, svaraði Guardiola í kvöld. „Ég er vonsvikinn með þetta hjá Guardiola og skil eki hvað hann er reyna með þessu. Hann er að vekja enn frekari athygli á "Emptyhad" gagnrýninni. Það fer í taugarnar á mér," sagði Parker.

„Það gerir það enn verra þegar Guardiola bendir sjálfur á þetta. Ég held hann skilji ekki okkar hlið. Það kostar að vera stuðningsmaður. Pep þarf að skilja það við erum vinnandi fólk sem eyðir sínum pening til að mæta á leikinn. Hann verður að hætta svona hegðun."

„Leikurinn var í beinni útsendingu og klukkan eitt á sunnudegi, ekki auðveldasti tíminn. Stuðningsmenn eru búnir að eyða pening í leikinn gegn United og heimaleikinn gegn Real Madrid. Þessi leikur var ekki hluti af ársmiðanum svo stuðningsmenn þurftu að eyða pening aukalega í þennan leik."


Að meðaltali eru yfir 55 þúsund manns á Etihad vellinum en í gær voru tæplega 40000 manns.


Athugasemdir
banner
banner