Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. janúar 2021 23:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ferill Enzo Scifo „algjörlega gaga" miðað við hann var efnilegur
Enzo Scifo í leik með belgíska landsliðinu.
Enzo Scifo í leik með belgíska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
„Fyrir mér, það sem ég hef séð í fótboltanum, er hann einn allra efnilegasti 17 ára strákur sem ég hafði nokkurn tímann séð," sagði Arnór Guðjohnsen, fyrrum landsliðsmaður og ein mesta goðsögn Íslands í fótbolta, í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið sem Jóhann Skúli Jónsson stýrir.

Arnór var þar að tala um Enzo Scifo sem hann spilaði með í Anderlecht í Belgíu.

„Hann hafði allt; hann var fljótur, sniðugur, góð skot, spilari, skoraði mörk og gerði þetta sem 17 ára gutti. Ég hafði aldrei séð svona efnilegan dreng, svona ungan. Miðað við það efni sem maður sá þarna, þá fannst mér ferillinn hans algjörlega gaga."

Scifo fæddist í Belgíu en fór frá Anderlecht til Inter á 21. aldursári. Arnór segir að það hafi ekki verið rétta skrefið fyrir hann og fólkið í kringum hann hafi aðallega verið að hugsa um peninginn.

„Hann fer alltof snemma til Inter Milan. Hann var hálfur Ítali, fjölskylda hans kemur frá Ítalíu. Ég held að pabbi hans hafi verið einn af þessum pöbbum sem tók í taumana og stjórnaði hans ferli, og gerði allt vitlaust. Að fara til Ítalíu á þessum tíma var toppurinn , þar voru peningarnir. Ég tel að hann hefði mátt þroskast meira sem fótboltamaður hjá Anderlecht áður en hann tók þetta skref."

„Klárlega kemur í ljós með hann að hann er ekki andlega tilbúinn að fara þangað. Þú spilar ekki einn lélegan leik á Ítalíu án þess að það sé hraunað yfir þig, alla vega á þeim tíma. Hann fer eftir það til Bordeaux, en nær sér engan veginn upp. Þegar ég fór þangað, þá töluðu menn ekki vel um hann og þeim fannst hann ekki geta nokkurn skapaðan hlut."

Honum gekk betur í Auxerre í Frakklandi og fór þaðan til Torino. Hann náði hins vegar ekki þeim hæðum sem Arnór bjóst við þegar hann spilaði með honum 17 ára.


Athugasemdir
banner
banner
banner