Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. janúar 2022 22:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
VAR breytti rauðu spjaldi í gult á Alisson - Tvö rauð í fyrri hálfleik
Mynd: Getty Images
Það er fjörugur leikur í undankeppni HM í Suður-Ameríku í gangi þessa stundina. Brasilía er 1-0 yfir gegn Ekvador í hálfleik.

Emerson Royal bakvörður Brasilíu og Tottenham fékk gult spjald strax á fyrstu mínútu en Casemiro leikmaður Real Madrid skoraði mark Brasilíu eftir rúmlega 5. mínútna leik.

Eftir korter var var útlitið orðið ansi svart fyrir Ekvador þegar liðið missti Alexander Dominguez útaf með rautt spjald. Það var hinsvegar orðið jafnt í liðunum fimm mínútum síðar þegar Emerson Royal fékk sitt annað gula spjald.

EFtir hálftíma leik dæmdi dómari leiksins rautt spjald á Alisson markvörð Brasilíu en eftir skoðun í VAR tók hann það til baka og gaf honum gult. Hann var að taka útspark þegar framherji Ekvador hleypur fyrir hann og fóturinn á Alisson fer í andlit leikmanns Ekvador.

Atvikið má sjá með því að smella hér.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner