Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. janúar 2023 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Aron Sig með sigurmarkið gegn Partizan
Mynd: Horsens
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Aron Sigurðarson var í liði Horsens sem spilaði æfingaleik við Partizan Belgrad í dag. Leiknum lauk með 0-1 sigri Horsens þar sem Aron gerði eina markið á 53. mínútu.


Atli Barkarson skoraði þá eina mark SönderjyskE í 5-1 tapi gegn Randers í Danmörku. Atli gerði fyrsta mark leiksins og var staðan jöfn 1-1 þar til í síðari hálfleik.

Í Noregi mættust Rosenborg og Tromsö í Íslendingaslag. Kristall Máni Ingason og Ísak Snær Þorvaldsson spiluðu í liði Rosenborg á meðan Himar Mikaelsson var í liði Tromsö.

Óli Valur Ómarsson spilaði í tapi Sirius, Sveinn Aron Guðjohnsen var í byrjunarliði Elfsborg í tapi gegn Bröndby og  Brynjar Ingi Bjarnason lék þá seinni hálfleikinn í flottum sigri Vålerenga.

Midtjylland sigraði þá 4-2 gegn Odense og voru þrír Íslendingar sem byrjuðu viðureignina á bekknum, tveir í liði Mið-Jótlendinga og einn úr Óðinsvé.

Partizan Belgrade 0 - 1 Horsens
0-1 Aron Sigurðarson ('53)

Randers 5 - 1 SönderjyskE
0-1 Atli Barkarson ('10)
1-1 T. Klysner ('22)
2-1 A. Andersson ('54)
3-1 W. Kaastrup ('76)
4-1 E. Babayan ('80)
5-1 S. Odey ('84)

Rosenborg 1 - 1 Tromsö

Midtjylland 4 - 2 Odense

Vålerenga 4 - 1 Sarpsborg

Bröndby 2 - 1 Elfsborg

Sandnes 1 - 4 Viking

Start 5 - 1 Flekkeroy

Brommapojkarna 2 - 1 Sirius

Kristiansund 3 - 1 Brattvag


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner