Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. janúar 2023 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Moshiri: Everton er alls ekki til sölu
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Farhad Moshiri, eigandi Everton, segist ekki ætla að selja félagið þrátt fyrir mótmæli stuðningsmanna. Guardian greindi frá því á dögunum að Everton væri til sölu fyrir 500 milljónir punda en Moshiri segir það ekki vera rétt.


Frank Lampard var rekinn á dögunum og er Everton því í stjóraleit. Liðið er í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar og hafa ýmsir stjórar verið orðaðir við starfið hjá félaginu - þar á meðal eru Wayne Rooney, Sean Dyche, Marcelo Bielsa og Carlo Ancelotti.

Everton, sem hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórtán leikjum sínum, deilir neðsta sæti úrvalsdeildarinnar með Southampton þar sem liðin eiga aðeins 15 stig eftir 20 umferðir.

„Ég finn fyrir sársauka stuðningsmanna og ætla að gera hvað sem þarf til að vinna þá aftur á mitt band. Það er ekki rétt að félagið sé til sölu en það er hins vegar rétt að ég hef verið að ræða við mikilvæga fjárfesta til að hjálpa til við að fjármagna nýjan heimavöll," segir Moshiri. 

„Ég er alls ekki að selja félagið, ég er bara að vinna hörðum höndum að endurbótum á öllum sviðum innan félagsins. Þetta eru gríðarlega erfiðir tímar í sögu félagsins."

Moshiri stendur við bakið á stjórnendum Everton sem hafa legið undir þungri gagnrýni á tímabilinu og var ráðlagt að halda sig fjarri Goodison Park vegna hótana frá stuðningsmönnum þegar Everton fékk Southampton í heimsókn á dögunum.

„Mér finnst ekkert mál að reka eða ráða nýja stjórnendur en ég hef fullt traust á þeim sem skipa stjórn félagsins í dag. Ég er ekki smeykur við að gera breytingar en ég ætla ekki að fara að gera breytingar að óþörfu.

„Ég finn virkilega til með stuðningsmönnum og mun ekki hvílast fyrr en félaginu gengur betur. Ég hlusta á allt sem stuðningsmenn hafa að segja og legg mikinn tíma og mikla orku í að bæta hvað sem er að.

„Ég elska þetta félag og vill gera allt í mínu valdi til að koma því í hóp stærstu félaga Englands. Ég þarf hjálp ykkar (stuðningsmanna) til að láta þann draum rætast. Þið eruð mikilvægasti partur félagsins og verðið að styðja við bakið á liðinu á þessum erfiðu tímum. Við verðum að fara saman í gegnum þetta, það er eina leiðin. Ég mun halda áfram að gera mitt besta til að gera stuðningsmenn ánægða."


Athugasemdir
banner
banner
banner