Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   mán 27. janúar 2025 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Markavélin David Toro framlengir við Víði (Staðfest)
Mynd: Víðir
Víðir Garði hefur staðfest samkomulag við David Toro um framlengingu á samningi hans við félagið.

David er sóknarleikmaður frá Spáni sem skoraði 14 mörk í 25 leikjum með Víði í fyrra.

Víðir komst upp úr 3. deildinni og mun David halda áfram að spila með félaginu í 2. deild. Hann er 27 ára gamall og lék með Tindastóli í 4. deildinni áður en hann var fenginn yfir til Víðis.

„Það er mikið ánægjuefni að halda í þennan frábæra leikmann og hlökkum við til að sjá hann aftur á Nesfisks-vellinum í sumar. Áfram Víðir," segir meðal annars í tilkynningu frá Víði.

Ekki er greint frá lengd samnings en líklegt er að um eins árs samning sé að ræða.


Athugasemdir
banner
banner
banner