Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. febrúar 2020 23:30
Aksentije Milisic
„Margar ófagmannlegar frammistöður hjá leikmönnum Arsenal"
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Martin Keown, fyrrverandi leikmaður Arsenal, var ekki sáttur með leikmenn liðsins þegar liðið féll úr Evrópudeildinni í kvöld.

Mikil dramatík var á Emirates leikvanginum í kvöld en framlengja þurfti leikinn. Allt stefndi í að Pierre Emerick-Aubameyang væri að skjóta heimamönnum áfram en Olympiacos skoraði á síðustu mínútu framlengingarinnar og komst þannig áfram.

„Þetta er í fyrsta skipti sem mér fannst leikmennirnir ekki hlusta á skipanir þjálfarans. Þjálfarinn vissi líka ekki hvaða skiptingar hann ætti að gera. Það voru alltof margar lélegar frammistöður hjá leikmönnum Arsenal í kvöld, ófagmannlegar frammistöður," sagði Keown.

„Ef þú skoðar frammistöður einstakra leikmanna þá er hægt að segja að hver og einn einasti gat gert betur. Pepe verður að bæta sig. Martinelli átti að koma inn á miklu fyrr. Margir leikmenn voru ekki upp á sitt besta."

Rosaleg dramatík á Emirates leikvangnum í kvöld og eru heimamenn því úr leik í ár.
Athugasemdir
banner