Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 27. febrúar 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lífið farið að snúast enn meira um fótbolta eftir félagaskiptin
Icelandair
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sædís Rún Heiðarsdóttir gekk fyrir stuttu í raðir Noregsmeistara Vålerenga en hún er að hefja feril sinn í atvinnumennsku. Hún segir að það hafi gengið vel að aðlagast nýju lífi í Noregi.

„Það gengur bara vel. Það var mjög vel tekið á móti mér og ég kann mjög vel við mig þarna," sagði Sædís við Fótbolta.net fyrr í þessari viku.

Sædís skrifaði undir samning til 2026 við norska meistaraliðið. Hún kemur þangað eftir að hafa slegið í gegn með Stjörnunni.

Sædís Rún er 19 ára gömul en hún sprakk algjörlega út í Bestu deildinni í sumar. Hún átti frábært tímabil með Stjörnunni og vann sér inn sæti í A-landsliðinu í kjölfarið. Hún hefur byrjað síðustu landsleiki og náð að festa sig í sessi í stöðu vinstri bakvarðar.

„Þetta er mjög svipað og ég var búin að undirbúa mig fyrir. Ég myndi segja að þetta sé eins og ég hélt," segir Sædís um fyrstu vikurnar hjá Vålerenga.

„Æfingaálagið er töluvert meira og þetta er atvinnumannafélag. Það er hægt að gera frekari kröfur en hérna heima. Við æfum tvisvar á dag tvisvar í viku og æfum flesta daga. Við getum líka æft fyrri part dags."

Það má segja að lífið snúist enn meira um fótbolta núna. „Já, það er hægt að segja það."

Sædís er hluti af leikmannahópi íslenska landsliðsins sem mætir Serbíu í mikilvægum leik klukkan 14:30 í dag. Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Fótbolta.net en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner