Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. mars 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Drenthe leikur í hollenskum glæpaþáttum
Mynd: Getty Images
Royston Drenthe, fyrrum leikmaður Real Madrid, hefur snúið sér að leiklist en hann er með hlutverk í nýjum sjónvarpsþáttum í heimalandi sínu Hollandi.

Þættirnir nefnast Mocro Maffia en þeir fjalla um þrjá vini sem selja kókaín í Amsterdam. Rifrildi kemur síðan upp hjá þeim og vinskapurinn súrnar.

Árið 2007 var Drenthe valinn maður mótsins þegar U21 lið Holland varð Evrópumeistari. Real Madrid keypti Drenthe frá Feyenoord á fjórtán milljónir punda og allt benti til þess að þarna væri á ferðinni næsta stórstjarna Hollendinga.

Ferill hans náði þó aldrei þeim hæðum sem reiknað var með og þessi 32 ára gamli leikmaður spilaði síðast með Kozakken Boys í hollensku C-deildinni.

Sjá einnig:
Ferðalag Royston Drenthe frá Real Madrid í hollensku C-deildina (Sept 2019)
Athugasemdir
banner
banner
banner