Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 27. mars 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Grealish myndi standa sig vel hjá Manchester United"
Mynd: Getty Images
Emile Heskey, sem lék meðal annars í fremstu víglínu fyrir Aston Villa og enska landsliðið, telur að miðjumaðurinn Jack Grealish geti staðið sig vel fyrir Manchester United.

Grealish er fyrirliði Aston Villa, en hann hefur verið sterklega orðaður við Man Utd.

Í samtali við GentingBet sagði Heskey um Grealish: „Það eru góðar líkur á því að Jack Grealish fari til Manchester United. Ég held að Jack verði ekki hjá Aston Villa í eitt tímabil í viðbót."

„Ég spilaði með honum hjá Villa og þá var hann ungur strákur. Hann kom og æfði með okkur í aðalliðinu og var framúrskarandi leikmaður þá. Hann hefur bætt sig mikið og tekið á sig milkla ábyrgð."

Grealish er 24 ára gamall og á framtíðina fyrir sér. „Hann er mjög ungur fyrirliði en hefur verið mjög jákvæður með þá ábyrgð. Hann hefur verið lengur hjá Villa en margir bjuggust við og hann á hrós skilið fyrir það. Villa mun núna fá góða upphæð fyrir hann og hann á framundan stórkostlegan feril."

„Ég held að hann myndi standa sig vel hjá United," sagði Heskey sem telur að Grealish og Bruno Fernandes geti náð vel saman.

„Jack getur spilað í mörgum mismunandi stöðum. Hann myndi standa sig mjög vel hjá United."

Sjá einnig:
Ferdinand tæki Grealish: Það er hroki í honum
Athugasemdir
banner
banner
banner