Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 27. mars 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Atlético vill fá nýju stjörnu Ítala
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Atlético Madríd er komið í baráttuna um ítalska landsliðsmanninn Mateo Retegui. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Mateo Moretto.

Retegui, sem er 23 ára gamall, var óvænt valinn í ítalska landsliðshópinn fyrir marsverkefnið og sá nýtti heldur betur tækifærið og skoraði tvö mörk í tveimur leikjum.

Framherjinn er fæddur og uppalinn í Argentínu en móðir hans er ítölsk og er því með tvöfalt vegabréf.

Leikmaðurinn er á láni hjá Tigre frá Boca Juniors, en það er ljóst að hann mun fara til Evrópu í sumar.

Mörg ítölsk félög eru að undirbúa tilboð í kappann en þá er Atlético Madríd einnig komið í baráttuna og er félagið þegar í viðræðum við umboðsmann leikmannsins.

Retegui hefur skorað 29 mörk í 51 leik á tveimur árum sínum hjá Tigre.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner