mán 27. mars 2023 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Bettinelli framlengir við Chelsea
Bettinelli hefur spilað einn leik fyrir aðallið Chelsea á rétt tæpum tveimur árum.
Bettinelli hefur spilað einn leik fyrir aðallið Chelsea á rétt tæpum tveimur árum.
Mynd: EPA
Markvörðurinn Marcus Bettinelli er búinn að skrifa undir nýjan samning við Chelsea sem gildir næstu þrjú árin.

Bettinelli er þriðji markvörður hjá Chelsea en þar áður var hann á mála hjá Fulham í ellefu ár. Hann lék 120 leiki fyrir Fulham og var lánaður nokkrum sinnum burt frá félaginu. Hann vakti athygli á sér á láni hjá Middlesbrough tímabilið 2020-21 og var fenginn til Chelsea í kjölfarið.

Bettinelli er þrítugur Englendingur sem segist njóta lífsins innan herbúða Chelsea.

„Það eru forréttindi að vera hjá félagi á stærðargráðu við Chelsea, sem er eitt af stærstu félagsliðum í heimi. Ég er himinlifandi með að vera partur af leikmannahópnum hérna og það hefur verið spennandi að fylgjast með þeim jákvæðu breytingum sem eru að eiga sér stað innan félagsins. Ég vil vera partur af þessari fjölskyldu næstu árin og skrifaði þess vegna undir samninginn," sagði Bettinelli.

Kepa Arrizabalaga og Edouard Mendy, landsliðsmarkverðir Spánar og Senegal, eru báðir fyrir ofan Bettinelli í goggunarröðinni hjá Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner
banner