Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. mars 2023 17:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Félagið hefur ekki áhuga á því að selja mig"
Gvardiol með grímuna á HM.
Gvardiol með grímuna á HM.
Mynd: Getty Images
Josko Gvardiol er einn mest spennandi miðvörður heims í dag, hann er 21 árs Króati sem er samningsbundinn RB Leipzig í Þýskalandi.

Hann átti frábært HM og hefur verið orðaður við Real Madrid, Liverpool, Manchester liðin, Chelsea og fleiri.

„Félagið hefur ekki áhuga á því að selja mig í sumar, svo það þjónar engum tilgangi að ræða þetta eitthvað," sagði Gvardiol á fréttamannafundi.

„Mikilvægast er að klára tímabilið á eins góðan hægt og er hægt er."

„Lífið breyttist ekki eftir HM, ég er enn sami ég. Ég vonast til að geta haldið einbeitingu og verið besta mögulega útgáfan af mér. Ég get ekki komið í veg fyrir þá athygli sem ég fæ, ég verð að passa hvað ég segi. Stundum væri ég til í að athyglin væri minni, en ég þarf að lifa með þessu,"
sagði Króatinn.

Chelsea reyndi að fá Gvardiol síðasta sumar en hann ákvað að framlengja við Leipzig til 2027 í stað þess að fara til Lundúna.
Athugasemdir
banner
banner