Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. mars 2023 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nær Mbappe Platini í kvöld?
Varð markahæstur á HM í desember.
Varð markahæstur á HM í desember.
Mynd: EPA
Kylian Mbappe skoraði tvennu gegn Hollandi á föstudag og er því kominn með 38 landsliðsmörk á sínum ferli. Nýi landsliðsfyrirliðinn ætlar sér að bæta í þann markafjölda og spurning hvort hann nái því í kvöld þegar Frakkar mæta Írum.

„Það er heiður að vera á þessu sviði. Það er næsta markmið mitt og ég mun halda áfram, kannski gerist það í kvöld kannski ekki," sagði Mbappe fyrir leikinn. „Michel Platini er auðvitað goðsögn í frönskum fótbolta, en ég mun ná honum einhvern tímann."

Platini, sem varð Evrópumeistari árið 1984 með Frökkum, skoraði 41 mark á sínum landsliðsferli. Næstir á eftir Platini eru svo Thierry Henry og svo sá markahæsti, Olivier Giroud sem skorað hefur 53 landsliðsmörk.

Það gleymist stundum en Mbappe er einungis 24 ára gamall og líkur á því að hann endi sem markahæsti Frakkinn í sögunni.

Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps býst við því að Mbappe nái markafjölda Platini fljótlega. „Það er Kylian, hann er mjög metnaðarfullur, alltaf að setja sér ný verkefni, ný takmörk. En liðið sem heild kemur fyrst. Hann kemst hratt fram hjá mönnum, en hvatningin heldur honum gangandi."

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:45 og fer fram á Aviva leikvangingum í Dublin.
Athugasemdir
banner
banner