Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
   sun 27. apríl 2025 18:24
Haraldur Örn Haraldsson
Byrjunarlið KR og ÍA: Aron Sig kominn aftur eftir bannið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR og ÍA eigast við í 4. umferð Bestu deildar karla á eftir klukkan 19:15 á Avis vellinum. Byrjunarliðin hafa verið birt og má sjá þau hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: KR 5 -  0 ÍA

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR gerir tvær breytingar á sínu liði en Aron Sigurðarson er kominn aftur eftir leikbann og Finnur Tómas Pálmason er kominn aftur í byrjunarliðið. Atli Sigurjónsson fær sér sæti á bekknum en Birgir Steinn Styrmisson er ekki í hóp.

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA gerir þrjár breytingar á sínu liði en það eru Albert Hafsteinsson, Gísli Laxdal Unnarsson og Haukur Andri Haraldsson sem koma inn í liðið. Marko Vardic og Steinar Þorsteinsson fá sér sæti á bekknum en Ómar Björn Stefánsson er utan hóps.


Byrjunarlið KR:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Júlíus Mar Júlíusson
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
11. Aron Sigurðarson (f)
16. Matthias Præst
17. Luke Rae
21. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
28. Hjalti Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson

Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
8. Albert Hafsteinsson
9. Viktor Jónsson
13. Erik Tobias Sandberg
16. Rúnar Már S Sigurjónsson (f)
17. Gísli Laxdal Unnarsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
77. Haukur Andri Haraldsson
Athugasemdir
banner