Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 27. maí 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Formið á réttri leið hjá Andra - Ætlar að nýta landsleikjahléið vel
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Andri Rúnar Bjarnason, sóknarmaður ÍBV, var til viðtals eftir leik Fylkis og ÍBV í Mjólkurbikarnum á miðvikudag. Fylkir vann leikinn 2-1 og er ÍBV þá úr leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 ÍBV

Andri byrjaði á bekknum í leiknum, kom inná í hálfleik og var spurður út í standið á sér.

„Það er allt að stíga í rétta átt. Það var svolítið gott fyrir mig að fá aðeins hvíld í dag svo maður keyri sig ekki alveg út. Tímabilið er langt og núna er að koma smá pása sem maður getur fengið til að stíga aftur bensíngjöfina alveg í botn og koma sér í almennilegt stand."

Andri segir að eyjamenn muni mæta brjálaðir til leiks gegn Stjörnunni þegar liðin mætast á sunnudag.

Sjá einnig:
Andri bíður eftir fyrsta leiknum - „Sú skæða náði mér helvíti vel"
„Ég verð kominn í alvöru stand eftir nokkra leiki"
Andri Rúnar: Seinni hálfleikurinn var mjög góður
Athugasemdir
banner
banner
banner