Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. maí 2022 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Sadio verður lykilmaður hvar sem hann spilar
Mane á æfingu Liverpool í París í dag.
Mane á æfingu Liverpool í París í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jürgen Klopp svaraði spurningum á fréttamannafundi í París í dag, þar sem Liverpool undirbýr sig fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar.


Klopp var meðal annars spurður út í framtíð Sadio Mane, sem hefur verið orðaður við félagaskipti til FC Bayern í sumar. Hinn þrítugi Mane á eitt ár eftir af samningnum við Liverpool og er efstur á óskalistanum hjá Bayern.

„Ég hef aldrei séð Sadio í betra formi heldur en núna, það er algjör unun að fylgjast með honum á æfingum og í leikjum. Þetta hefur verið ótrúlega krefjandi tímabil fyrir hann en líka eitt það farsælasta," sagði Klopp.

„Varðandi Bayern orðróminn þá gæti mér ekki verið meira sama á þessari stundu. Við erum bara einbeittir að úrslitaleiknum og Sadio veit hversu mikilvægur hann er. 

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bayern orðrómur kemur upp fyrir stórleik hjá okkur en þetta er ekkert mál.

„Þetta er ekki rétta stundin til að ræða Sadio en eitt er ljóst að hvar sem hann spilar þá mun hann vera lykilmaður."

Sadio Mane sagði í viðtali í gær að hann myndi tjá sig um framtíðina eftir úrslitaleikinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner