Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
   lau 27. maí 2023 19:45
Sverrir Örn Einarsson
Jóhann Kristinn: Við skoruðum ekki og þá áttu ekki skilið að fara áfram
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA var ekkert að flækja hlutina er hann mætti í viðtal til fréttaritara Fótbolta.net eftir 2-0 tap Þórs/KA gegn Keflavík í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. Spurningin var einföld. Átti liðið eitthvað meira skilið en tap í leik dagsins? Svari reyndist nokkuð stutt og einfalt.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Þór/KA

„Nei ætli það nokkuð. Við skoruðum ekki og þá áttu ekki skilið að fara áfram.“

Þór/KA hefur verið nokkuð ólíkindatól í Bestu deildinni það sem af er móti þar þó það hafi engin áhrif þannig séð þegar í bikarinn er komið. Þær hafa þó unnið sigra gegn Breiðablik og Stjörnunni sem dæmi en jafnframt tapað deildarleik sínum gegn Keflavík á dögunum og virðist skorta stöðugleika. Hvað er til ráða til að bæta úr því?

„Það er bara að halda áfram. Ég held að það sé engin töfraformúla í þessu. Við töpuðum bara hér í dag gegn fínu liði Keflavíkur sem að keyrir vel á sínum styrkleikum og gera þetta vel og eiga þetta skilið. “

Eins og fram kom hér áðan er þetta í annað sinn á rétt um mánuði sem Þór/KA tapar gegn Keflavík en liðin mættust á Akureyri í annari umferð Bestu deildarinnar þar sem Keflavík hafði 2-1 sigur. Virðist eins og Keflavík sé með ágætis tak á Þór/KA.

„180 mínútur og 4-1 fyrir Keflavík, þær eru betra lið en við það er bara þannig.“

Sagði Jóhann en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner