Fer De Gea til Sádí Arabíu? - Ödegaard var nálægt því að ganga til liðs við Tottenham - Klopp hafnaði þýska landsliðinu
Aron Freyr: Á tvo leiki þar en ég ætla að vinna í fyrsta skipti þar á föstudaginn
Sveinn: Ég ætla að vona að bærinn tæmist næsta föstudagskvöld
Hemmi Hreiðars: Ógeðslega fúlt og svekkjandi
Raggi Sig fáránlega vonsvikinn með frammistöðuna - „Gefum mörk eins og oft áður“
Þengill: Datt á hausinn og fékk boltann í andlitið, bara týpískt eitthvað sem gerist í Vestmannaeyjum
Sverrir Páll: Vorum betri þó þetta hafi ekki verið neinn Nou Camp fótbolti
Hildur Antons: Þetta er búið að vera markmið ótrúlega lengi
Karólína stolt: Lendum í miklum áföllum en þetta er gríðarlega sterkt
Guðrún: Allir njóta góðs af því að hafa hana inná
Telma: Hún er að mínu mati sú besta í heimi
Glódís eftir sögulegan sigur: Já okei, ég vissi það ekki
Fyrsti keppnisleikurinn í sex ár - „Ég var upprunalega varnarmaður"
Besti þátturinn - Ída Marín fór á kostum
Rúnar: Höfum fulla trú á því að við getum barist um þessi Evrópusæti
Arnar Gunnlaugs: Þetta er bara svo mannlegt eðli
Benoný Breki: Við ætluðum bara að sækja á þá og skora
Maggi: Svo getur vel verið að þeir horfi öðruvísi á þetta
Máni Austmann: Þetta er galið en hann viðurkenndi mistökin
Aron Elí: Aðeins öðruvísi nálgun hjá okkur
Vildi víti og rautt spjald á Vestra - „Ólýsanlega pirrandi þegar það eru gerð svona risastór mistök“
   lau 27. maí 2023 19:45
Sverrir Örn Einarsson
Jóhann Kristinn: Við skoruðum ekki og þá áttu ekki skilið að fara áfram
watermark Jóhann Kristinn Gunnarsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA var ekkert að flækja hlutina er hann mætti í viðtal til fréttaritara Fótbolta.net eftir 2-0 tap Þórs/KA gegn Keflavík í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. Spurningin var einföld. Átti liðið eitthvað meira skilið en tap í leik dagsins? Svari reyndist nokkuð stutt og einfalt.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Þór/KA

„Nei ætli það nokkuð. Við skoruðum ekki og þá áttu ekki skilið að fara áfram.“

Þór/KA hefur verið nokkuð ólíkindatól í Bestu deildinni það sem af er móti þar þó það hafi engin áhrif þannig séð þegar í bikarinn er komið. Þær hafa þó unnið sigra gegn Breiðablik og Stjörnunni sem dæmi en jafnframt tapað deildarleik sínum gegn Keflavík á dögunum og virðist skorta stöðugleika. Hvað er til ráða til að bæta úr því?

„Það er bara að halda áfram. Ég held að það sé engin töfraformúla í þessu. Við töpuðum bara hér í dag gegn fínu liði Keflavíkur sem að keyrir vel á sínum styrkleikum og gera þetta vel og eiga þetta skilið. “

Eins og fram kom hér áðan er þetta í annað sinn á rétt um mánuði sem Þór/KA tapar gegn Keflavík en liðin mættust á Akureyri í annari umferð Bestu deildarinnar þar sem Keflavík hafði 2-1 sigur. Virðist eins og Keflavík sé með ágætis tak á Þór/KA.

„180 mínútur og 4-1 fyrir Keflavík, þær eru betra lið en við það er bara þannig.“

Sagði Jóhann en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner