
Vestri 0 - 2 Grindavík
0-1 Óskar Örn Hauksson ('45 )
0-2 Óskar Örn Hauksson ('84 , víti)
Rautt spjald: Fatai Adebowale Gbadamosi, Vestri ('86) Lestu um leikinn
Fjórða umferðin í Lengjudeild karla hélt áfram í dag en þá mættust Vestri og Grindavík á Ísafirði. Grindavík var með sjö stig fyrir leikinn en Vestri var í næst neðsta sætinu með tvö stig.
Fyrri hálfleikurinn var frekar rólegur en eftir því sem leið á hann náðu Vestra menn meiri völd á leiknum en það voru hins vegar gestirnir sem tóku forystuna seint í fyrri hálfleiknum. Óskar Örn Hauksson skoraði þá eftir góðan undirbúning frá Degi Inga Hammer.
Bæði lið áttu færi í síðari hálfleiknum en undir lok leiks gerði Óskar sitt annað mark og kláraði dæmið. Hann skoraði þá af vítapunktinum en brotið hafði verið á Degi. Undir lok leiks fékk Fatai Gbadamosi rautt spjald.
„Fatai með eitthvað kjaftæði við Arnar dómara, boltinn ekki í leik. Sá ekki betur en að hann hafi fengið tvö gul á sömu mínútunni," skrifaði Hákon Dagur Guðjónsson í beinni textalýsingu.
2-0 lokatölur og er Grindavík nú með 10 stig eftir fjóra leiki en Vestri einungis með tvö.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |