Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mán 27. maí 2024 23:25
Brynjar Ingi Erluson
Borga um tíu milljónir punda fyrir Maresca
Mynd: Getty Images
Chelsea og Leicester eru að færast nær samkomulagi um ítalska stjórann Enzo Maresca.

Stjórn Chelsea vildi fá ungan og ferskan stjóra til félagsins í stað Mauricio Pochettino sem var látinn fara eftir tímabilið.

Maresca og Kieran McKenna komu helst til greina, en McKenna hefur tekið ákvörðun um að vera áfram með Ipswich og varð því Maresca fyrir valinu.

Sky Sports greindi frá því að Leicester væri búið að gefa Chelsea leyfi til að ræða við Maresca. Hann mun skrifa undir fimm ára samning við félagið, en Chelsea mun greiða um átta til tíu milljónir punda til að fá hann lausan.

Maresca tók við Leicester eftir að liðið féll niður í B-deildina og tókst að stýra liðinu beint upp. Hann var áður aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City, en hann hefur einnig þjálfað Parma á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner