Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   mán 27. maí 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lallana aftur til Southampton?
Adam Lallana.
Adam Lallana.
Mynd: Getty Images
Southampton er í viðræðum um að fá miðjumanninn Adam Lallana aftur til félagsins.

Lallana, sem er 36 ára, spilaði með Brighton frá 2020 til 2024 en hann yfirgaf félagið núna á dögunum og er félagslaus.

Hann ólst að miklu leyti upp í Southampton og var þar frá 2000 til 2014. Þar mótaðist hann sem leikmaður áður en hann var keyptur til Liverpool.

Southampton komst aftur upp í ensku úrvalsdeildina í gær er þeir lögðu Leeds að velli í úrslitaleik umspilsins í Championship-deildinni. Mögulega verður Lallana fyrsti leikmaðurinn sem félagið fær eftir að þeir komust aftur upp.

Lallana á 34 A-landsleiki að baki fyrir England.
Athugasemdir
banner