Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   mán 27. maí 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmannalag AC Milan orðið mjög vinsælt á Íslandi
Frá Lambhagavellinum þar sem lagið hefur meðal annars verið spilað.
Frá Lambhagavellinum þar sem lagið hefur meðal annars verið spilað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótboltasumarið er komið á fleygiferð hér á Íslandi en það er alltaf mikil stemning á vellinum.

Það er gaman að fylgjast með lagavalinu hjá plötusnúðum sem stjórna tónlistinni á vellinum en eitt lag virðist vera að slá í gegn hjá þeim í byrjun sumars.

Um er að ræða ítalska lagið Sarà perché ti amo eft­ir Ricchi e Po­veri.

Stuðningsmenn ítalska úrvalsdeildarfélagsins AC Milan hafa gert lagið vinsælt á síðustu árum en þeir breyta textanum til að níðast á Juventus, keppinautum sínum.

„Ef þú hopp­ar ekki ertu Ju­vent­us svín," segir í textanum sem stuðningsmenn AC Milan syngja.

Þetta lag var mikið spilað í úrslitakeppni körfuboltans í fyrra. Svo virðist sem það hafi fyrst verið spilað á Hlíðarenda. Ítalir tóku eftir og þeir furðuðu sig á því að lagið væri spilað hérna en höfðu samt gaman að því.

Svo virðist sem lagið hafi svo verið tekið yfir í fótboltann en það er ekki annað hægt að segja en að það komi fólki í gírinn. Þetta er mikið stemningslag. Hefur lagið til að mynda verið spilað fyrir leiki á Hlíðarenda, í Úlfarsárdal og á Kópavogsvelli í sumar.

Hér að neðan má sjá hvernig lagið er þegar stuðningsmenn AC Milan syngja það og svo upprunalegu útgáfuna þar fyrir neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner