Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   fim 27. júní 2019 22:00
Sverrir Örn Einarsson
Eysteinn: Ætlum ekki upp fyrr en við erum tilbúnir
Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur.
Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík missti af tækifæri til að jafna topplið Fram að stigum í Inkasso deildinni þegar að liðið tók á móti Leikni í rigningarleik á Nettóvellinum í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik komu gestirnir úr Breiðholti mun ákveðnari til leiks í þeim síðari og höfðu á endanum 1-3 sigur.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 Leiknir R.

„Ég held að munurinn á liðunum í dag liggi fyrst og fremst í því að við gerum fleiri mistök og ég held að það sé það sem stendur upp úr eftir leikinn plús það að mér fannst Leiknismönnum á köflum líða alltof vel inná okkar heimavelli," sagði Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur, aðspurður hvað hefði ráðið úrslitum í dag.

Eftir tvo góða útleiki i síðustu umferðum gegn Víking Ó og Þór varð niðursveiflan hjá liðinu talsverð í leiks kvöldsins.

„Þetta er virkilega svekkjandi að þessar frammistöður á útivelli að við skulum fá minna út úr þeim með þessu tapi hérna á heimavelli og við eigum að gera betur.“

Keflavík byrjaði mótið af krafti og var á toppnum eftir nokkrar umferðir. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. En vilja Keflvíkingar fara upp í haust? Væri ekki jafnvel jákvætt fyrir liðið að taka eitt tímabil enn í Inkasso?

„Við ætlum upp í Pepsi Max deildinna en við ætlum ekki fyrr en við erum tilbúnir."

Viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner