Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fim 27. júní 2019 22:00
Sverrir Örn Einarsson
Eysteinn: Ætlum ekki upp fyrr en við erum tilbúnir
Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur.
Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík missti af tækifæri til að jafna topplið Fram að stigum í Inkasso deildinni þegar að liðið tók á móti Leikni í rigningarleik á Nettóvellinum í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik komu gestirnir úr Breiðholti mun ákveðnari til leiks í þeim síðari og höfðu á endanum 1-3 sigur.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 Leiknir R.

„Ég held að munurinn á liðunum í dag liggi fyrst og fremst í því að við gerum fleiri mistök og ég held að það sé það sem stendur upp úr eftir leikinn plús það að mér fannst Leiknismönnum á köflum líða alltof vel inná okkar heimavelli," sagði Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur, aðspurður hvað hefði ráðið úrslitum í dag.

Eftir tvo góða útleiki i síðustu umferðum gegn Víking Ó og Þór varð niðursveiflan hjá liðinu talsverð í leiks kvöldsins.

„Þetta er virkilega svekkjandi að þessar frammistöður á útivelli að við skulum fá minna út úr þeim með þessu tapi hérna á heimavelli og við eigum að gera betur.“

Keflavík byrjaði mótið af krafti og var á toppnum eftir nokkrar umferðir. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. En vilja Keflvíkingar fara upp í haust? Væri ekki jafnvel jákvætt fyrir liðið að taka eitt tímabil enn í Inkasso?

„Við ætlum upp í Pepsi Max deildinna en við ætlum ekki fyrr en við erum tilbúnir."

Viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner