Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 27. júní 2019 22:01
Sverrir Örn Einarsson
Sigurður: Stígi upp, taki af skarið og skori mörk
Sigurður Heiðar, þjálfari Leiknis.
Sigurður Heiðar, þjálfari Leiknis.
Mynd: Leiknir R. - Skjáskot
Leiknismenn hófu vegferð sína undir stjórn Sigurðar Heiðars Höskuldssonar með góðri ferð til Keflavíkur þar sem liðið lagði heimamenn í Keflavík. Eftir markalausan fyrri hálfleik héldu engin bönd gestunum og lönduðu þeir að lokum 1-3 sigri.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 Leiknir R.

„Já alveg eins. Stebbi er bara nýfarinn og undirbúningurinn búinn að vera góður og maður fann bara fyrir þvílíkri stemmingu í hópnum eins og er búið að vera og það breytist ekkert," Sigurður Heiðar aðspurður hvort hann hefði átt von á þessum úrslitum.

Leiknismenn voru allsráðandi í síðari hálfleik og áttu sigurinn fyllilega skilinn. En hvað fannst Sigurði skapa þennan sigur í dag?

„Vinnusemi liðsins var frábær,dugnaðurinn og samheldnin var frábær og svo stigu menn upp fyrir framan markið og kláruðu þetta fyrir okkur það hefur verið það sem hefur vantað að menn stígi upp, taki af skarið og skori mörk.“

Sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner