Leiknismenn hófu vegferð sína undir stjórn Sigurðar Heiðars Höskuldssonar með góðri ferð til Keflavíkur þar sem liðið lagði heimamenn í Keflavík. Eftir markalausan fyrri hálfleik héldu engin bönd gestunum og lönduðu þeir að lokum 1-3 sigri.
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 3 Leiknir R.
„Já alveg eins. Stebbi er bara nýfarinn og undirbúningurinn búinn að vera góður og maður fann bara fyrir þvílíkri stemmingu í hópnum eins og er búið að vera og það breytist ekkert," Sigurður Heiðar aðspurður hvort hann hefði átt von á þessum úrslitum.
Leiknismenn voru allsráðandi í síðari hálfleik og áttu sigurinn fyllilega skilinn. En hvað fannst Sigurði skapa þennan sigur í dag?
„Vinnusemi liðsins var frábær,dugnaðurinn og samheldnin var frábær og svo stigu menn upp fyrir framan markið og kláruðu þetta fyrir okkur það hefur verið það sem hefur vantað að menn stígi upp, taki af skarið og skori mörk.“
Sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir