Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mán 27. júní 2022 09:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cech hættur hjá Chelsea (Staðfest)
Eftir að nýir eigendur tóku við Chelsea hafa orðið miklar breytingar á bak við tjöldin. Nýjusut tíðindin eru þau að Petr Cech er nú hættur störfum.

Hann hefur starfað sem tæknilegur ráðgjafi og metið frammistöður leikmanna undanfarin ár.

Fyrr í mánuðinum hafði stjórnarformaðurinn Bruce Buck hætt störfum sem og rekstrarstjórinn Marina Granovskaia. Granovskaia hafði starfað sem sérlegur aðstoðarmaður Romans Abramovich í áratug.

Roman þurfti að selja Chelsea fyrr á á þessu ári. Það var Tedd Boehly og Clearlake fjárfestingarfélagið sem eignaðist félagið.

Cech varð fjórum sinnum enskur meistari og fjórum sinnum bikarmeistari sem leikmaður Chelsea á árunum 2004-2015. Hann fór í kjölfarið til Arsenal og lauk leikmannaferlinum þar en sneri aftur til Chelsea árið 2019.
Athugasemdir
banner