Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 27. júní 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Feyenoord að kaupa Maatsen frá Chelsea
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Feyenoord er að nálgast samkomulag við Chelsea um kaup á hollenska bakverðinum Ian Maatsen.


Maatsen er tvítugur og er vinstri bakvörður að upplagi en getur leikið allsstaðar á vængnum.

Feyenoord er að selja Tyrell Malacia til Lyon fyrir 15 milljónir evra og á Maatsen að fylla í skarðið.

Bakvörðurinn ungi er partur af U21 landsliði Hollendinga og á 38 leiki að baki fyrir yngri landsliðin.

Maatsen lék að láni hjá Coventry á síðustu leiktíð og festi sig í sessi í byrjunarliðinu þar sem hann skoraði 3 mörk í 40 deildarleikjum.

Coventry vildi fá Maatsen lánaðan aftur frá Chelsea en hann er á leið aftur til uppeldisfélagsins þar sem hann lék til ellefu ára aldurs.

Það voru fleiri félög sem vildu krækja í Maatsen, þar á meðal Hollandsmeistarar Ajax, en Feyenoord virðist ætla að vinna kapphlaupið.

Kaupverðið er talið nema tæplega 10 milljónum punda.


Athugasemdir
banner