Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   þri 27. júní 2023 21:53
Arnar Laufdal Arnarsson
Ágúst Hlyns: Ég vil skora mörk og leggja upp mörk
Maður leiksins hjá grænum í kvöld
Maður leiksins hjá grænum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson var maður leiksins á Kópavogsvelli í kvöld er Breiðablik unnu Tre Penne 7-1 í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar en Ágúst skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.

" Virkilega sáttur, mér fannst þetta bara flottur leikur hjá okkur, spiluðum vel, skoruðum fullt af mörkum svo fyrst og fremst var þetta bara fáránlega gaman" Sagði Ágúst í samtali við Fótbolti.net beint eftir leik.

Lestu um leikinn: Tre Penne 1 -  7 Breiðablik

Hvernig fannst Ágústi andstæðingurinn frá San Marino spila í dag?

" Mér fannst þeir bara fínir, þegar þeir fengu pláss og tíma þá fannst mér þeir góðir í fótbolta, við sáum það í mómentum þegar að það var ekki kveikt á okkur þá sköpuðu þeir sér færi en mér fannst við samt gera bara vel í að loka á þá oft mjög oft"

Ágúst hélt snemma út í atvinnumennsku frá Breiðabliki 2016 og síðan þá verið í Danmörku og einnig hjá FH, Víking og Val en í kvöld skoraðu hann sitt fyrsta alvöru keppnismark fyrir Breiðablik síðan hann skoraði gegn ÍA upp á skaga 2016.

" Mikill léttir, búinn að vera bíða eftir þessu bara síðan ég spilaði minn fyrsta leik í Bestu Deildinni fyrir Blikana, búinn að vera bíða eftir þessu í smá tíma, loksins kom þetta. Tímabilið búið að vera mikið upp og niður, búinn að vera inn og út úr liðinu en samt búinn að spila slatta, leikmenn eiga það mikið til að vera dæmdir á mörkum og stoðsendingum en mér finnst ég bara hafa verið flottur og vonandi fara fleiri mörk og stoðsendingar að fara tikka inn, ég vill skora og leggja upp"

Úrslitaleikurinn gegn Buducnost verður ekki jafn auðvelt verkefni og í kvöld.

" Nei það væri samt gaman ef það væri svona auðvelt (sagði Ágúst og hló) en nei það verður öðruvísi leikur ég held að það verði svona alvöru baráttuleikur við verðum að vera klárir í þann leik og ég get ekki beðið"


Athugasemdir
banner