Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   þri 27. júní 2023 21:53
Arnar Laufdal Arnarsson
Ágúst Hlyns: Ég vil skora mörk og leggja upp mörk
Maður leiksins hjá grænum í kvöld
Maður leiksins hjá grænum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson var maður leiksins á Kópavogsvelli í kvöld er Breiðablik unnu Tre Penne 7-1 í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar en Ágúst skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.

" Virkilega sáttur, mér fannst þetta bara flottur leikur hjá okkur, spiluðum vel, skoruðum fullt af mörkum svo fyrst og fremst var þetta bara fáránlega gaman" Sagði Ágúst í samtali við Fótbolti.net beint eftir leik.

Lestu um leikinn: Tre Penne 1 -  7 Breiðablik

Hvernig fannst Ágústi andstæðingurinn frá San Marino spila í dag?

" Mér fannst þeir bara fínir, þegar þeir fengu pláss og tíma þá fannst mér þeir góðir í fótbolta, við sáum það í mómentum þegar að það var ekki kveikt á okkur þá sköpuðu þeir sér færi en mér fannst við samt gera bara vel í að loka á þá oft mjög oft"

Ágúst hélt snemma út í atvinnumennsku frá Breiðabliki 2016 og síðan þá verið í Danmörku og einnig hjá FH, Víking og Val en í kvöld skoraðu hann sitt fyrsta alvöru keppnismark fyrir Breiðablik síðan hann skoraði gegn ÍA upp á skaga 2016.

" Mikill léttir, búinn að vera bíða eftir þessu bara síðan ég spilaði minn fyrsta leik í Bestu Deildinni fyrir Blikana, búinn að vera bíða eftir þessu í smá tíma, loksins kom þetta. Tímabilið búið að vera mikið upp og niður, búinn að vera inn og út úr liðinu en samt búinn að spila slatta, leikmenn eiga það mikið til að vera dæmdir á mörkum og stoðsendingum en mér finnst ég bara hafa verið flottur og vonandi fara fleiri mörk og stoðsendingar að fara tikka inn, ég vill skora og leggja upp"

Úrslitaleikurinn gegn Buducnost verður ekki jafn auðvelt verkefni og í kvöld.

" Nei það væri samt gaman ef það væri svona auðvelt (sagði Ágúst og hló) en nei það verður öðruvísi leikur ég held að það verði svona alvöru baráttuleikur við verðum að vera klárir í þann leik og ég get ekki beðið"


Athugasemdir
banner
banner
banner