Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingar.
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
   þri 27. júní 2023 21:53
Arnar Laufdal Arnarsson
Ágúst Hlyns: Ég vil skora mörk og leggja upp mörk
Maður leiksins hjá grænum í kvöld
Maður leiksins hjá grænum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson var maður leiksins á Kópavogsvelli í kvöld er Breiðablik unnu Tre Penne 7-1 í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar en Ágúst skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.

" Virkilega sáttur, mér fannst þetta bara flottur leikur hjá okkur, spiluðum vel, skoruðum fullt af mörkum svo fyrst og fremst var þetta bara fáránlega gaman" Sagði Ágúst í samtali við Fótbolti.net beint eftir leik.

Lestu um leikinn: Tre Penne 1 -  7 Breiðablik

Hvernig fannst Ágústi andstæðingurinn frá San Marino spila í dag?

" Mér fannst þeir bara fínir, þegar þeir fengu pláss og tíma þá fannst mér þeir góðir í fótbolta, við sáum það í mómentum þegar að það var ekki kveikt á okkur þá sköpuðu þeir sér færi en mér fannst við samt gera bara vel í að loka á þá oft mjög oft"

Ágúst hélt snemma út í atvinnumennsku frá Breiðabliki 2016 og síðan þá verið í Danmörku og einnig hjá FH, Víking og Val en í kvöld skoraðu hann sitt fyrsta alvöru keppnismark fyrir Breiðablik síðan hann skoraði gegn ÍA upp á skaga 2016.

" Mikill léttir, búinn að vera bíða eftir þessu bara síðan ég spilaði minn fyrsta leik í Bestu Deildinni fyrir Blikana, búinn að vera bíða eftir þessu í smá tíma, loksins kom þetta. Tímabilið búið að vera mikið upp og niður, búinn að vera inn og út úr liðinu en samt búinn að spila slatta, leikmenn eiga það mikið til að vera dæmdir á mörkum og stoðsendingum en mér finnst ég bara hafa verið flottur og vonandi fara fleiri mörk og stoðsendingar að fara tikka inn, ég vill skora og leggja upp"

Úrslitaleikurinn gegn Buducnost verður ekki jafn auðvelt verkefni og í kvöld.

" Nei það væri samt gaman ef það væri svona auðvelt (sagði Ágúst og hló) en nei það verður öðruvísi leikur ég held að það verði svona alvöru baráttuleikur við verðum að vera klárir í þann leik og ég get ekki beðið"


Athugasemdir
banner