Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   þri 27. júní 2023 21:53
Arnar Laufdal Arnarsson
Ágúst Hlyns: Ég vil skora mörk og leggja upp mörk
Maður leiksins hjá grænum í kvöld
Maður leiksins hjá grænum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson var maður leiksins á Kópavogsvelli í kvöld er Breiðablik unnu Tre Penne 7-1 í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar en Ágúst skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.

" Virkilega sáttur, mér fannst þetta bara flottur leikur hjá okkur, spiluðum vel, skoruðum fullt af mörkum svo fyrst og fremst var þetta bara fáránlega gaman" Sagði Ágúst í samtali við Fótbolti.net beint eftir leik.

Lestu um leikinn: Tre Penne 1 -  7 Breiðablik

Hvernig fannst Ágústi andstæðingurinn frá San Marino spila í dag?

" Mér fannst þeir bara fínir, þegar þeir fengu pláss og tíma þá fannst mér þeir góðir í fótbolta, við sáum það í mómentum þegar að það var ekki kveikt á okkur þá sköpuðu þeir sér færi en mér fannst við samt gera bara vel í að loka á þá oft mjög oft"

Ágúst hélt snemma út í atvinnumennsku frá Breiðabliki 2016 og síðan þá verið í Danmörku og einnig hjá FH, Víking og Val en í kvöld skoraðu hann sitt fyrsta alvöru keppnismark fyrir Breiðablik síðan hann skoraði gegn ÍA upp á skaga 2016.

" Mikill léttir, búinn að vera bíða eftir þessu bara síðan ég spilaði minn fyrsta leik í Bestu Deildinni fyrir Blikana, búinn að vera bíða eftir þessu í smá tíma, loksins kom þetta. Tímabilið búið að vera mikið upp og niður, búinn að vera inn og út úr liðinu en samt búinn að spila slatta, leikmenn eiga það mikið til að vera dæmdir á mörkum og stoðsendingum en mér finnst ég bara hafa verið flottur og vonandi fara fleiri mörk og stoðsendingar að fara tikka inn, ég vill skora og leggja upp"

Úrslitaleikurinn gegn Buducnost verður ekki jafn auðvelt verkefni og í kvöld.

" Nei það væri samt gaman ef það væri svona auðvelt (sagði Ágúst og hló) en nei það verður öðruvísi leikur ég held að það verði svona alvöru baráttuleikur við verðum að vera klárir í þann leik og ég get ekki beðið"


Athugasemdir