Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
   þri 27. júní 2023 21:53
Arnar Laufdal Arnarsson
Ágúst Hlyns: Ég vil skora mörk og leggja upp mörk
Maður leiksins hjá grænum í kvöld
Maður leiksins hjá grænum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson var maður leiksins á Kópavogsvelli í kvöld er Breiðablik unnu Tre Penne 7-1 í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar en Ágúst skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.

" Virkilega sáttur, mér fannst þetta bara flottur leikur hjá okkur, spiluðum vel, skoruðum fullt af mörkum svo fyrst og fremst var þetta bara fáránlega gaman" Sagði Ágúst í samtali við Fótbolti.net beint eftir leik.

Lestu um leikinn: Tre Penne 1 -  7 Breiðablik

Hvernig fannst Ágústi andstæðingurinn frá San Marino spila í dag?

" Mér fannst þeir bara fínir, þegar þeir fengu pláss og tíma þá fannst mér þeir góðir í fótbolta, við sáum það í mómentum þegar að það var ekki kveikt á okkur þá sköpuðu þeir sér færi en mér fannst við samt gera bara vel í að loka á þá oft mjög oft"

Ágúst hélt snemma út í atvinnumennsku frá Breiðabliki 2016 og síðan þá verið í Danmörku og einnig hjá FH, Víking og Val en í kvöld skoraðu hann sitt fyrsta alvöru keppnismark fyrir Breiðablik síðan hann skoraði gegn ÍA upp á skaga 2016.

" Mikill léttir, búinn að vera bíða eftir þessu bara síðan ég spilaði minn fyrsta leik í Bestu Deildinni fyrir Blikana, búinn að vera bíða eftir þessu í smá tíma, loksins kom þetta. Tímabilið búið að vera mikið upp og niður, búinn að vera inn og út úr liðinu en samt búinn að spila slatta, leikmenn eiga það mikið til að vera dæmdir á mörkum og stoðsendingum en mér finnst ég bara hafa verið flottur og vonandi fara fleiri mörk og stoðsendingar að fara tikka inn, ég vill skora og leggja upp"

Úrslitaleikurinn gegn Buducnost verður ekki jafn auðvelt verkefni og í kvöld.

" Nei það væri samt gaman ef það væri svona auðvelt (sagði Ágúst og hló) en nei það verður öðruvísi leikur ég held að það verði svona alvöru baráttuleikur við verðum að vera klárir í þann leik og ég get ekki beðið"


Athugasemdir
banner
banner
banner