Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 27. júlí 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áhugaverð ummæli Rúnars: Erum pottþétt eitt af fimm bestu liðunum í deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR er fimm stigum á eftir Val í toppbaráttunni, liðið vann afskaplega sannfærandi 4-0 heimasigur gegn Fylki í gær og er á ágætri siglingu. Liðið er taplaust í síðustu fjórum og hefur unnið þrjá af þeim leikjum.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var til viðtals eftir leikinn í gær. Hann var spurður hvort það væri möguleiki að KR geti tekið titilinn í lok móts.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 Fylkir

„Já, já, það er fullt af stigum eftir í pottinum og við erum ekki búnir að gefast upp. Við erum ennþá í þessari baráttu en við megum ekki misstíga okkur aftur. Við erum búnir að misstíga okkur aðeins of oft og hver einasti leikur fyrir okkur undanfarna tvo mánuði hefur í rauninni verið 'must-win' ef ég fæ að sletta aðeins. Næsti leikur getur dálítið mikið skorið úr um það hvort við verðum með eða ekki," sagði Rúnar.

„Ef þið spilið eins og í dag þá er allt hægt," sagði Guðmundur Aðalsteinn sem tók viðtalið fyrir Fótbolta.net.

„Það er allt hægt, við vitum það. Við erum pottþétt eitt af fimm bestu liðunum í deildinni, við erum það. Við höfum sýnt það í mörgum leikjum en við höfum kannski skorað minna en við höfum viljað og höfum fengið á okkur mörk sem við höfum undanfarin tvö ár ekki verið að fá okkur. Við höfum gefið eftir á ýmsum sviðum sem við höfum reynt að stoppa í götin á. Það er farið að ganga aðeins betur og ef við eigum góðan leik þá eru fá lið sem eiga séns í okkur. En við getum líka verið ömurlegir og tapað fyrir hvaða liði sem er. Við erum alveg með lið til að taka þátt í þessu," sagði Rúnar í lok viðtalsins.

KR mætir toppliði Vals í næstu umferð og getur minnkað forskot Vals niður í tvö stig með sigri.
Rúnar Kristins: Gerðu það í 90 mínútur, ekki bara 45
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner