Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 27. júlí 2021 16:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dortmund búið að ná í arftaka Sancho (Staðfest)
Donyell Malen.
Donyell Malen.
Mynd: EPA
Hollenski sóknarmaðurinn Donyell Malen er búinn að fá félagaskipti yfir til Borussia Dortmund.

Malen kemur til Dortmund frá PSV Eindhoven og skrifar hann undir fimm ára samning við þýska stórliðið.

Talið er að Dortmund borgi 30 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Malen var í landsliðshópi Hollands á EM og vakti athygli þar fyrir góða frammistöðu. Hinn 22 ára gamli Malen skoraði 27 mörk í 45 keppnisleikjum á síðustu leiktíð fyrir PSV.

Hann kemur til með að fylla að einhverju leyti í skarðið sem Jadon Sancho skilur eftir sig. Sancho fór frá Dortmund til Manchester United í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner