Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 27. júlí 2021 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wolves og Leicester berjast við Aston Villa um Bailey
Mynd: EPA
Kantmaðurinn fljóti Leon Bailey er afar eftirsóttur af úrvalsdeildarfélögum.

Bild greinir frá því að Aston Villa og Bayer Leverkusen séu nálægt því að komast að samkomulagi í viðræðum sínum um kaupverð á Bailey.

Félögin hafa verið í sambandi undanfarnar vikur en núna hafa Leicester City og Wolves bæst við baráttuna.

Leicester hefur vantað hágæða hægri kant í langan tíma eða síðan Riyad Mahrez var hjá félaginu og félagið er með pening til afnota.

Úlfarnir eru einnig í góðri stöðu fjárhagslega en líklegra að leikmaðurinn sjálfur velji frekar að ganga í raðir Leicester.

Bailey er að verða 24 ára og er metinn á 35 milljónir evra. Hann á tvö ár eftir af samningnum við Leverkusen þar sem hann hefur skorað 39 mörk í 156 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner