Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. júlí 2022 00:48
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Kominn með 30 mörk í 10 leikjum - Einherji og Uppsveitir tryggð í umspil
George Razvan heldur áfram að raða inn mörkum í 4. deildinni
George Razvan heldur áfram að raða inn mörkum í 4. deildinni
Mynd: Höttur/Huginn
Einherji spilar í úrslitakeppninni í ár
Einherji spilar í úrslitakeppninni í ár
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Rúmenski framherjinn George Razvan Charlton var samur við sig í kvöld og skoraði þrennu er Uppsveitir unnu Hafnir, 5-0, í C-riðli 4. deildar karla. Uppsveitir og Einherji eru búin að tryggja sér sæti í umspili úrslitakeppninnar.

George Razvan á átján mínútna kafla í síðari hálfleik og er því kominn með 30 mörk í aðeins 10 deildarleikjum í sumar.

Uppsveitir er í efsta sæti C-riðils með 30 stig og markatöluna 59:9 og með sigrinum í kvöld er sæti í umspili úrslitakeppninnar tryggt en KFK hefur einnig tryggt sér sæti þangað.

Álftanes vann sinn leik á sama tíma gegn Berserkjum/Mídasi, 3-1, þar sem Ísak Óli Ólafsson, Kristján Lýðsson og Andri Jónasson gerðu mörk gestanna. Álftanes er í 3. sæti með 18 stig og tæknilega enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina en þarf þó að treysta á að Árborg tapi stigum í síðustu þremur leikjunum.

Það voru nokkuð óvænt úrslit í E-riðlinum. Einherji gerði þar 2-2 jafntefli við Boltafélag Norðfjarðar. Það skiptir hins vegar ekki miklu máli í stóra samhenginu þar sem Einherji tryggði sæti sitt í umspilið og er nú með 31 stig í efsta sæti riðilsins.

Spyrnir vann Mána 4-0 og er liðið í 3. sæti með 19 stig, sex stigum á eftir Hömrunum.

Hvernig verður úrslitakeppnin í ár?

Þar sem riðlarnir eru fimm þá eru það tíu lið sem komast í úrslitakeppnina. Tvö efstu liðin sem enda í tveimur efstu sætunum fara þangað, en tvö lið með slakasta árangurinn í 2. sæti fara í sérstakt umspil til að komast í 8-liða úrslitin. Þar sem öll liðin spila ekki jafn marga leiki þá er meðalfjöldi stiga tekinn saman og markahlutfall per leik.

Úrslit og markaskorarar:

C-riðill:

Berserkir/Mídas 1 - 3 Álftanes
1-0 Tristan Egill Elvuson Hirt ('2 )
1-1 Ísak Óli Ólafsson ('43 )
1-2 Kristján Lýðsson ('49 )
1-3 Andri Jónasson ('60 )

KB 5 - 0 KM
1-0 Praveen Gurung ('26 )
2-0 Daníel Dagur Bjarmason ('33 )
3-0 Praveen Gurung ('44 )
4-0 Arnór Sigurvin Snorrason ('68 )
5-0 Egill Helgi Guðjónsson ('87 )

Uppsveitir 5 - 0 Hafnir
1-0 Máni Snær Benediktsson ('22 )
2-0 George Razvan Chariton ('47 )
3-0 George Razvan Chariton ('60 )
4-0 George Razvan Chariton ('65 )
5-0 Fjölnir Brynjarsson ('66 )

E-riðill:

Einherji 2 - 2 Boltafélag Norðfjarðar

Spyrnir 4 - 0 Máni
1-0 Jónas Pétur Gunnlaugsson ('10 )
2-0 Steinþór Hrímnir Aðalsteinsson ('72 )
3-0 Anouar Safiani ('82 , Sjálfsmark)
4-0 Steinþór Hrímnir Aðalsteinsson ('82 )
4. deild karla - C-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner