mið 27. júlí 2022 19:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Þrjú glæsimörk í sigri Þórs
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík 1 - 2 Þór
0-1 Alexander Már Þorláksson ('16 )
0-2 Alexander Már Þorláksson ('21 )
1-2 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('82 )


Grindavík fékk Þór í heimsókn í 14. umferð Lengjudeildarinnar í kvöld.

Um var að ræða ansi áhugaverðan leik. Þór verið á miklu skriði, með þrjá sigra úr síðustu fimm leikjum sínum en Grindavík aðeins með einn sigur úr síðustu fimm.

Með sigri myndi Þór jafna Grindavík og Kórdrengi að stigum.

Það var nokkuð jafnræði með liðunum í upphafi leiks en gestirnir komust yfir eftir stundarfjórðung, Alexander Már Þorláksson skoraði með glæsilegum skalla.

„Elmar á fyrirgjöfina og Alexander nær frábærum skalla sem ratar beint í netið. Þetta var mark í hæsta gæðaflokki." Skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í textalýsingu leiksins.

Aðeins fimm mínútum síðar skoraði Alexander aftur og aftur eftir sendingu frá Elmari.

2-0 var staðan í hálfleik en heimamenn komu sterkari inn í síðari hálfleikinn og það skilaði sér loksins á 82. mínútu þegar Dagur Ingi Hammer Gunnarsson hamraði boltann í hornið algjörlega óverjandi fyrir Aron í marki Þórs.

Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin. Þegar þrjár mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma voru Þórsarar í algjörri nauðvörn og komust upp í skyndisókn sem endaði með því að Freyr Jónsson bjargaði ótrúlega á línu.

Ekki urðu mörkin fleiri og því sterkur 2-1 sigur Þórs staðreynd.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner