KR fékk Fylki í heimsókn fyrr í dag, leikar enduðu 2-0 fyrir KR-ingum þó þeir voru manni færri í 45 mínútur. Aron Snær markvörður KR gerði sig sekann um klaufaleg mistök er hann greip boltann fyrir utan teig. Rúnar Kristinsson þjálfari KR mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: KR 2 - 0 Fylkir
„Mikil ánægja með frammistöðu liðsins, góður fyrri hálfleikur hjá okkur. Mér fannst við vera með tök á leiknum, hefðum getað skorað fleiri mörk en vantaði örlítið meiri gæði til að búa til fleiri færi. Missum mann í upphafi seinni hálfleiks, þá kemur karakter liðsins í ljós. Þeir vörðust ofboðslega vel. Áttum ágætis sóknir inn á milli og upp úr einni náðum við að skora annað markið sem létti á öllu."
„Luke greyið kom inná í leiknum, búinn að standa sig frábærlega. Mér fannst hann ekki henta í 3-5-1 kerfið sem við vorum að fara í. Þess vegna ákváðum við að setja Aron Kristófer sem er með mikinn hraða og getur hlaupið allan kantinn og settum tæknitröllið Kristinn Jónsson inn á miðju hann skilaði stoðsendingu og marki í fyrri hálfleik."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























