Fylkir mætti í heimsókn á Meistaravelli fyrr í dag, leikar enduðu 2-0 fyrir KR-ingum en þeir spiluðu nánast allan seinni hálfleik manni færri. Aron Snær markvörður KR gerði sig sekann um klaufaleg mistök er hann greip boltann fyrir utan teig og fékk þar rautt spjald að launum. Rúnar Páll þjálfari Fylkis mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: KR 2 - 0 Fylkir
„Við vorum bara ekki nógu góðir í kvöld. Líka þegar við vorum einum fleiri þá héldum við að þetta yrði auðveldara. En KR-ingarnir gerðu þetta vel þeir voru agressívir, góðar færslur á þeim og lokuðu vel á okkur. Við vorum bara slakir í seinni hálfleik. Lélegar sendingar, lítið tempó, herjuðum ekkert á þá."
Við vorum bara ekki góðir og því fór sem fór og fá síðan mark í andlitið á okkur, hlægilegt. Nei einhvernvegin vildu KR þetta bara meira, þeir börðust eins og ljón á móti okkur og mér fannst við vera undir þar."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir