Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
banner
   sun 27. ágúst 2023 21:01
Brynjar Ingi Erluson
Sandra María: Leiðinlegt að hafa skorað mark sem var ekkert að og það tekið af manni
Kvenaboltinn
Sandra María Jessen
Sandra María Jessen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, var svekkt með að hafa ekki náð í sigur á Sauðárkróksvelli í Bestu deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Tindastóll 0 -  0 Þór/KA

Þór/KA hafnaði í 6. sæti deildarinnar eftir fyrstu átján umferðirnar og fer því í meistarariðilinn með fimm öðrum liðum.

Sandra var svekkt með jafnteflið í dag og þá sérstaklega með að mark hafi verið tekið af henni snemma í síðari hálfleiknum en hún taldi það fullkomlega löglegt.

„Svekkelsi. Auðvitað kemur maður í alla leiki og vill þrjú stig og ekki síst í svona slag um norðurlandið. Leiðinlegt að hafa skorað mark sem var ekkert að og það tekið af manni og nýta ekki færin sem við fáum til að pota inn mörkum og ná inn öllum stigunum.“

„Þetta er skemmtilegt og fyrsta skiptið sem við prófum þetta. Mér líst mjög vel á þetta og þetta er gott fyrir íslensku deildina og fá fleiri leiki til að gera sumarið lengra og skemmtilegra. Klárlega spennandi og við ætlum okkur að blanda okkur í baráttuna um sætin fyrir ofan okkur. Við erum í sjötta sætið en markmiðið er ofar en það, þannig við ætlum inn í hvern leik til að fá þrjú stig.“

„Okkar helsta markmið var að vera í efri hlutanum þegar fyrstu 18 voru búnir en við viljum komast enn hærra. Þessir deild hefur sýnt og sannað að það geta öll lið unnið alla og ég held að það sé nóg eftir af þessari deild. Við ætlum að klifra enn ofar upp töfluna þegar líður á lokaumferðirnar,“
sagði Sandra í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner