Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   sun 27. ágúst 2023 21:01
Brynjar Ingi Erluson
Sandra María: Leiðinlegt að hafa skorað mark sem var ekkert að og það tekið af manni
Kvenaboltinn
Sandra María Jessen
Sandra María Jessen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, var svekkt með að hafa ekki náð í sigur á Sauðárkróksvelli í Bestu deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Tindastóll 0 -  0 Þór/KA

Þór/KA hafnaði í 6. sæti deildarinnar eftir fyrstu átján umferðirnar og fer því í meistarariðilinn með fimm öðrum liðum.

Sandra var svekkt með jafnteflið í dag og þá sérstaklega með að mark hafi verið tekið af henni snemma í síðari hálfleiknum en hún taldi það fullkomlega löglegt.

„Svekkelsi. Auðvitað kemur maður í alla leiki og vill þrjú stig og ekki síst í svona slag um norðurlandið. Leiðinlegt að hafa skorað mark sem var ekkert að og það tekið af manni og nýta ekki færin sem við fáum til að pota inn mörkum og ná inn öllum stigunum.“

„Þetta er skemmtilegt og fyrsta skiptið sem við prófum þetta. Mér líst mjög vel á þetta og þetta er gott fyrir íslensku deildina og fá fleiri leiki til að gera sumarið lengra og skemmtilegra. Klárlega spennandi og við ætlum okkur að blanda okkur í baráttuna um sætin fyrir ofan okkur. Við erum í sjötta sætið en markmiðið er ofar en það, þannig við ætlum inn í hvern leik til að fá þrjú stig.“

„Okkar helsta markmið var að vera í efri hlutanum þegar fyrstu 18 voru búnir en við viljum komast enn hærra. Þessir deild hefur sýnt og sannað að það geta öll lið unnið alla og ég held að það sé nóg eftir af þessari deild. Við ætlum að klifra enn ofar upp töfluna þegar líður á lokaumferðirnar,“
sagði Sandra í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir