Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   sun 27. september 2020 10:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barca neitaði risatilboði í Ansu Fati - Telles og Luna til Man Utd
Powerade
Ansu Fati virðist ekki vera á förum frá Barcelona.
Ansu Fati virðist ekki vera á förum frá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Alex Telles.
Alex Telles.
Mynd: Getty Images
Skriniar til London?
Skriniar til London?
Mynd: Getty Images
Það er rúm vika eftir af félagaskiptaglugganum. BBC tekur saman það helsta úr slúðurblöðunum á þessum sunnudagsmorgni.



Lyon vill fá 50milljónir evra fyrir Houssem Aouar (22) eftir að hafa neitað 36milljóna tilboði frá Arsenal. (RMC SPort)

Arsenal er opið fyrir því að greiða 36milljónir punda og níu milljónir í framtíðinni fyrir Aouar. (Football.London)

Chelsea mun bjóða ríflega 40 milljónir punda í Declan Rice (21) og hefur trú á að það dugi til að krækja í miðjumanninn. West Ham þarf á peningnum að halda. (Sun)

Hamrarnir vonast til þess að fá Antonio Rudiger (27) að láni frá Chelsea. (Sun)

Burnley skoðar Ryan Christie miðjumann Celtic. (Mail)

Barcelona hefur neitað 125 milljón evra tilboði í Ansu Fati (17). Í tilboðinu voru einnig 25 milljónir í framtíðargreiðslum. (Marca)

Atletico Madrid hefur enn áhug á að fá Lucas Torreira (24) að láni frá Arsenal. Torino hefur ekki lengur áhuga. (Football.London)

Manchester United er enn að eltast við Alex Telles (26) bakvörð Porto. (Star)

United er einnig með í kapphlaupinu um Alex Luna (16) sem leikur með Atletico Rafaela í Argentínu. AC Milan hefur einnig áhuga. (Mirror)

Inter gæti boðið Chelsea þá Milan Skriniar (25) og Marcelo Brozovic (27) í von um að fá N'Golo Kante í staðinn. (90min)

Rhian Brewster (20) hjá Liverpool vill ræða við Crystal Palace sem hefur áhuga á að kaupa sóknarmanninn. Aston Villa og Sheffield United hafa einnig áhuga. (Sun)

Sheffield United skoðar Daniel Sturridge (31) sem er án félags. (Mail)

Udinese vill fá 40milljónir punda fyrir Rodrigo de Paul (26). Leeds hefur áhuga. (90 min)

Leeds hefur áhuga Todd Cantwell (22) hjá Norwich. (Football Insider)

Manchester City ætlar að hækka laun Phil Foden (20) fimmfalt í næsta samningi. (90 min)

Leeds, Liverpool og Brighton hafa áhuga á Sam Campbell (16) varnarmanni Motherwell. (Football Insider)

Hertha Berlin hefur áhuga á að fá Mario Götze (28) sem er án félags. (Bild)
Athugasemdir
banner
banner
banner