Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 27. september 2020 23:00
Aksentije Milisic
Bruce: VAR er að eyðileggja ímynd deildarinnar
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, stjóri Newcastle, gagnrýndi VAR eftir leikinn gegn Tottenham í dag.

Newcastle fékk vítaspyrnu á 97. mínútu leiksins eftir að boltinn fór í hönd Eric Dier. Bruce var sáttur með að ná jafnteflinu en hann sagði að hann skilji gremju Tottenham yfir dómnum.

„Við vorum mjög heppnir í dag. Ég hélt að VAR ætti að koma inn þegar um augljós mistök væri að ræða. Að mínu mati er VAR að eyðileggja ímynd ensku úrvalsdeildarinnar," sagði Bruce.

„Ég ætti að vera ánægður en ég veit að ég mun fá það í bakið seinna meir. Eina sem við tölum um eftir leiki er VAR."

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, strunsaði inn í klefa eftir leikinn. Í viðtalinu í kjölfarið vildi hann tjá sig sem minnst um dóminn.

Sjá einnig:
Sjáðu VAR dóminn umdeilda þegar Newcastle jafnaði
Athugasemdir
banner
banner
banner