Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. september 2021 14:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Býst við því að halda áfram - „Best er að gleyma þessu sem fyrst"
Daníel Laxdal
Daníel Laxdal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Laxdal er 35 ára varnarmaður og fyrirliði Stjörnunnar. Hann lék fjórtán deildarleiki með Stjörnunni í sumar en þeir hefðu eflaust verið fleiri ef ekki hefði verið fyrir meiðsli.

Daníel ræddi við mbl.is eftir leik Stjörnunnar gegn KR á laugardag sem var lokaleikur Stjörnunnar á þessu tímabili. Daníel á eitt ár eftir af samningi en ætlar að hugsa málið á næstunni hvort hann haldi áfram.

„Ég á eitt ár eft­ir en er orðinn gam­all, tek mér nú gott frí og hugsa nú málið en býst við að verða áfram," sagði Daníel við mbl.is.

Daníel ræddi einnig um tímabilið en Stjarnan endaði í 7. sæti í deildinni í sumar.

„Við vild­um, eins og síðustu ár, vera í topp­bar­átt­unni en svo var byrjunin á mót­inu skrýt­in, þjálfaraskipti, meiðsli og fleira svo þetta var erfitt, líka and­lega og við verðum hver og einn að skoða okk­ur sjálfa og taka þetta á okk­ur líka. Best er að gleyma þessu sem fyrst," sagði Daníel við mbl.is.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner