„Mér líður bara ótrúlega vel eftir að hafa unnið hérna á Kópavogsvelli eftir að hafa lent undir en samt unnið og það er ekki til betri tilfinning." sagði Óskar Borgþórsson eftir frábæran 2-1 sigur á Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 2 Víkingur R.
Óskar Borgþórsson var spurður út í fyrri hálfleik liðsins en liðið fór inn í hálfleik marki undir en Víkingum tókst að snúa því við í seinni hálfleik.
„Mér fannst við ekki alveg nógu góðir í pressunni en við fengum samt færi í fyrri hálfleik, við vorum allt í lagi en náðum bara ekki að nýta færin en í seinni kom þetta og við vorum betri í seinni hálfleiknum."
„Við komum bara inn í þennan leik og ætluðum að vinna hann og þegar við komumst yfir þá vorum við bara staðráðnir í því að ætla að halda þetta út og við komum inn í hvern einasta leik og ætlum að vinna og það er bara þannig."
Óskar skoraði jöfnunarmarkið eftir frábæra skyndisókn og var hann beðin um að lýsa því marki aðeins fyrir fréttamanni.
„Maður fékk boltann þarna í einhverri skyndisókn, ég gönnaði bara upp allan völlinn og var bara yfirvegaður í færinu mínu, skoraði, langaði að rífa mig úr að ofan." grínaðist Óskar aðeins undir lokin þegar hann nefndi að honum hafi langað að rífa sig úr að ofan.
Fréttamaður tók sérstaklega eftir því í fagninu að Óskari langaði úr að ofan. „Það var bara til að æsa." sagði Óskar léttum að lokum