Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 27. nóvember 2021 07:00
Victor Pálsson
Gaya ekki á förum á næstunni
Mynd: Getty Images
Jose Gaya, bakvörður Valencia, hefur gefið sterklega í skyn að hann sé ekki að fara að kveðja félagið á næstunni.

Gaya hefur reysnt Valencia mjög mikilvægur á sínum ferli en hann er einnig spænskur landsliðsmaður og hefur leikið 17 landsleiki.

Mörg lið í Evrópu hafa sýnt þessum öfluga leikmanni áhuga en bakvörðurinn virðist vera mjög ánægður í sínu umhverfi.

Gaya er klárlega opinn fyrir því að framlengja en samningur hans rennur út árið 2023.

„Ég hef alltaf sagt það að Valencia sé mitt heimili og það verður alltaf mitt lið," sagði Gaya í samtali við Marca.

„Mér líður mjög vel. Ég er samningsbundinn til 2023 og ég veit hvað við höfum byrjað á þegar kemur að framlengingu."
Athugasemdir
banner
banner
banner