Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 27. nóvember 2022 15:40
Aksentije Milisic
Aðeins þriðji sigur í sögu Marokkó á HM - Sjáðu mörkin

Marokkó vann frábæran sigur á Belgíu í dag í F-riðlinum á HM í Katar en leiknum lauk með 2-0 sigri Marokkó.


Liðið spilaði heilt yfir vel í leiknum og átti sigurinn að lokum skilið. Marokkó gerði markalaust jafntefli gegn Króatíu í fyrstu umferðinni og því á liðið enn eftir að fá á sig mark.

Marokkó er með fjögur stig eftir tvo leiki en Belgía með þrjú. Króatía er með eitt og Kanada núll en Króatía og Kanada mætast núna klukkan 16.

Áhugaverð staðreynd en þessi sigur hjá Marokkó í dag var einungis þriðji sigurinn þeirra í sögu Heimsmeistaramótsins.



Athugasemdir
banner