
Marokkó vann frábæran sigur á Belgíu í dag í F-riðlinum á HM í Katar en leiknum lauk með 2-0 sigri Marokkó.
Liðið spilaði heilt yfir vel í leiknum og átti sigurinn að lokum skilið. Marokkó gerði markalaust jafntefli gegn Króatíu í fyrstu umferðinni og því á liðið enn eftir að fá á sig mark.
Marokkó er með fjögur stig eftir tvo leiki en Belgía með þrjú. Króatía er með eitt og Kanada núll en Króatía og Kanada mætast núna klukkan 16.
Áhugaverð staðreynd en þessi sigur hjá Marokkó í dag var einungis þriðji sigurinn þeirra í sögu Heimsmeistaramótsins.
Marokkó skoraði þrisvar gegn Belgíu en vann 2-0. Marokkó er komið á toppinn í F-riðli. pic.twitter.com/JmgDVx1n7h
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 27, 2022
Morocco secure just their third ever win at a World Cup with a 2-0 win over Belgium. Well deserved, they were brilliant today! 👏🏻🇲🇦 pic.twitter.com/AaRz6hT4CO
— SPORTbible (@sportbible) November 27, 2022