Albert Guðmundsson kom inná í hálfleik í 1-0 tapi Genoa gegn Perugia í Serie B deild ítalska boltans í dag.
Staðan var markalaus í leikhlé en Marco Olivieri gerði eina mark leiksins á 74. mínútu.
Þetta er fjórði deildarleikurinn í röð sem Genoa mistekst að sigra og er liðið í þriðja sæti deildarinnar, með 23 stig eftir 14 umferðir. Átta stigum eftir toppliði Frosinone en aðeins þremur eftir Reggina í öðru sæti.
Perugia 1 - 0 Genoa
1-0 Marco Olivieri ('74)
Emil Hallfreðsson spilaði þá nánast allan leikinn í góðum sigri Virtus Verona í Serie C.
Virtus heimsótti Pergolettese og vann 0-2 þökk sé mörkum á lokakaflanum.
Þetta er annar sigur Virtus í röð og jafnframt annar sigur liðsins á deildartímabilinu, þar sem Emil og félagar eru aðeins með 13 stig eftir 15 umferðir.
Pergolettese 0 - 2 Virtus Verona
0-1 A. Nalini ('86)
0-2 J. Gomez ('96
Að lokum var Kolbeinn Þórðarson í byrjunarliði Lommel sem heimsótti toppbaráttulið Beveren í B-deild belgíska boltans.
Kolbeinn lagði fyrsta mark leiksins upp á tíundu mínútu og var staðan 1-2 fyrir Lommel í hálfleik.
Lokatölur urðu 2-3 og afar dýrmæt stig í höfn fyrir Lommel sem er um miðja deild, með 21 stig eftir 15 umferðir. Beveren er einu stigi frá toppnum með 28 stig.
Beveren 2 - 3 Lommel