Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   mán 27. nóvember 2023 10:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðjón Pétur æfir með Val
Guðjón Pétur í leik gegn Val í sumar.
Guðjón Pétur í leik gegn Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gaui Lýðs er að æfa með mínum mönnum," sagði Benedikt Bóas Hinriksson í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðastliðinn laugardag.

Guðjón Pétur Lýðsson er án félags eftir að hafa yfirgefið herbúðir Grindavíkur en hann er núna að æfa með Valsmönnum.

Hann þekkir vel til á Hlíðarenda en hann hefur tvisvar verið á mála hjá félaginu; fyrst frá 2011 til 2012 og síðan frá 2016 til 2018.

Guðjón er 35 ára miðjumaður sem samdi við Grindavík um mitt síðasta sumar og skoraði fimm mörk í 31 keppnisleik með liðinu. Hann sagði við Fótbolta.net á dögunum að stefnan hjá sér væri að spila í efstu deild á næsta tímabili.

„Ég er mjög hungraður að svara fyrir lélegt tímabil," sagði Guðjón Pétur.

Benedikt sagði einnig frá því að hann hefði heyrt sögusagnir um að Guðjón Pétur væri að fara í Fram. „Ég væri alveg til í að fá Gauja í Val og vera djúpur á miðjunni, svona Steve Nicol, að senda á milli línanna."

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Heimir Hallgríms gestur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner