Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 28. janúar 2022 16:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Olla Sigga: Fyndið að rífast við Kristínu Dís
Olla Sigga og Kristín Dís
Olla Sigga og Kristín Dís
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, framherji Þróttar R., sat fyrir svörum í Hraðaspurningum í Heimavellinum á dögunum.

Spurningarnar og svörin má nálgast hér að neðan en brot af því besta er hér skrifað upp.

Olla Sigga, eins og hún er oftast kölluð, er átján ára og var spurð hver hefði verið leiðinlegasti varnarmaðurinn sem hún mætti síðasta sumar.

„Örugglega Kristín Dís [Árnadóttir], það er samt svo fyndið að rífast við hana, hún segir mjög mikið. Það nær engin að slá mig út af laginu, ég held að ég trufli meira en þær ná að trufla mig út af því að ég spjalla bara á móti," sagði Olla Sigga.

Hún sagði að henni fyndist skemmtilegast að spila frammi. „Þá þarf ég ekki að bakka. Mér finnst ekki leiðinlegt að bakka, ég er bara léleg í því."

Þá var hún spurð hver yrði fyrir valinu ef hún fengi að velja hvern sem er í heiminum til að borða hádegismat með. „Það væri Jesse Lingard," sagði Olla Sigga sem var fljót að svara.

„Ég myndi segja honum að hann væri að gera flotta hluti og ég vona að hann fái að spila meira með Man Utd. Ég myndi peppa hann smá, ég held að það sé mjög gaman að borða með honum - fyndinn kall."


Athugasemdir
banner
banner
banner