Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 28. febrúar 2021 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ný mynd af Fernando Torres vekur athygli
Svo virðist sem Fernando Torres hafi verið að stunda líkamsrækt af miklum krafti eftir að fótboltaferlinum lauk.

Torres setti skóna upp á hillu árið 2019 eftir glæstan feril. Bestu ár hans voru með Atletico Madrid og Liverpool frá 2002 til 2010, en hann ferilinn með Sagan Tosu í Japan.

Torres hefur verið að starfa við þjálfun frá því að hann hætti að spila en hann virðist einnig hafa verið mjög duglegur í ræktinni.

Hér að neðan má sjá mynd af honum sem hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Mikil breyting hefur orðið á þessum fyrrum spænska sóknarmanni.


Athugasemdir
banner