Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   lau 28. mars 2020 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Carragher velur lið tímabilsins - Sjö leikmenn Liverpool
Jamie Carragher, goðsögn hjá Liverpool og sparkspekingur hjá Sky Sports, valdi í dag lið tímabilsins til þessa í dálki sínum hjá The Telegraph.

Carragher nefnir sérstaklega að hann passi sig að hafa ekki of marga Liverpool leikmenn og ákvað hann að velja ekki Alisson í markið. Carragher segist hafa hugsað um að velja Harry Maguire eða miðverði Leicester, þá Caglar Soyuncu og Johnn Evans, með Virgil van Dijk í miðverðinum en á endanum valdi hann Joe Gomez.

Tveir leikmenn Liverpool voru ofarlega á blaði en komust ekki inn. Sá fyrri var Alisson en sá seinni var Fabinho. Jordan Henderson er á miðjunni ásamt Kevin de Bruyne og Jack Grealish.

Mo Salah, Sergio Aguero og Sadio Mane eru svo fremstu þrír. Lið Carragher má sjá hér að neðan.
Athugasemdir
banner