Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. mars 2020 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: mbl.is 
Eggert Gunnþór segist ekki vera á leið til FH
Eggert á 21 A-landsleik að baki fyrir Ísland.
Eggert á 21 A-landsleik að baki fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Gunnþór Jónsson segir ekkert til í sögusögnum sem orða hann við félagaskipti til FH. Rætt var um möguleg félagaskipti hans í hlaðvarpsþætti Dr. Football í gær.

Eggert er 31 árs gamall og leikur fyrir SönderjyskE í efstu deild í Danmörku. Samningur hans við félagið rennur út í sumar.

„Það er al­veg inni í mynd­inni hjá mér að semja aft­ur við SönderjyskE, enda kann ég vel við mig hérna,“ sagði Eggert í samtali við Morgunblaðið.

„ „Nei, það er ekk­ert til í þessu. Ég er svo sem op­inn fyr­ir öllu, úti­loka ekki mögu­leik­ann á að fara til Íslands eða eitt­hvað annað, en er ekki bú­inn að ákveða neitt eða hugsa mikið út í það enn sem komið er. Enda er maður aðallega að bíða og sjá hvernig mál­in þró­ast alls staðar út af því sem er í gangi."

Eggert hefur verið hjá SönderjyskE í þrjú ár og er mikilvægur hlekkur í liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner