Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   þri 28. mars 2023 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rodri ósáttur með leikstíl Skota - „Ekki fótbolti"
Mynd: EPA

„Svona spila þeir, þetta er algjört kjaftæði, þeir eru alltaf að tefja. Þeir ögra manni og detta alltaf, fyrir mér er þetta ekki fótbolti," sagði Rodri leikmaður spænska landsliðsins eftir tap gegn Skotlandi í kvöld.


Hann var einnig ósáttur hversu grófir Skotarnir voru en Spánverjar vildu fá rautt spjald á Andy Robertson þegar hann fór með öxlina í andlitið á Pedro Porro.

„Það verður að halda hraða í þessu og dómarinn verður að gera eitthvað í þessu en það gerði hann ekki. Þetta er pirrandi því við viljum vinna og það er erfitt því það er alltaf verið að tefja. Við verðum að nota vopnin okkar og við lærum af þessu."

Skotland er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í A riðli undankeppni EM 2024 en Spánn er í 2. sæti með þrjú stig.


Athugasemdir
banner
banner