Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 28. maí 2022 15:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola mun vinna Meistaradeildina með Manchester City
Mynd: Getty Images

Eiríkur Þorvarðarson stuðningsmaður Manchester City og Sveinn Waage stuðningsmaður Liverpool voru gestir hjá Sæbirni Steinke í lokaþætti hlaðvarpsins Enski Boltinn á dögunum.


City varð enskur meistari um síðustu helgi eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Aston Villa en komið til baka með þremur mörkum á fimm mínútum. Árið 2012 varð City meistari þegar Sergio Aguero skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Sæbjörn spurði Eirík hvort hann líti á þessi atvik sömu augum.

„Þetta er skörinni fyrir neðan. Það var búið að vera djöflast í okkur um að við gætum þetta ekki. Sá titill var þannig að það varð til trú. Það er talað um það að City geti ekki unnið Meistaradeildinni, þið vitið að það er kjaftæði, það mun gerast innan fimm ára."

Eiríkur vonast til að Pep Guardiola nái að stýra City til sigurs í Meistaradeildinni.

„Ég held það, ég vona það, hann á það svo sannarlega skilið að gera City af Evrópumeisturum. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að það muni ekki gerast," sagði Eiríkur.

Það er hægt að hlusta á allan þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Enski Boltinn er í boði Dominos (fyrir alla) og WhiteFox (fyrir 18 ára og eldri)


Enski boltinn - Fagnaði titlinum í hjarta samfélagsins
Athugasemdir
banner
banner
banner