Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 28. maí 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
L'Equipe: Bayern að kaupa Mane fyrir 30 milljónir
Mynd: EPA

Franski miðillinn L'Equipe segist vera með öruggar heimildir fyrir því að Þýskalandsmeistarar FC Bayern séu að ganga frá kaupum á Sadio Mane frá Liverpool fyrir 30 milljónir evra.


Framtíð Mane hefur verið í umræðunni að undanförnu og sagði hann í viðtali á dögunum að hann myndi tilkynna ákvörðun um framtíðina eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar - sem fer fram í kvöld.

Umboðsmenn Mane eru búnir að funda með stjórnendum Bayern og eru sífellt fleiri sem telja að skiptin muni fara fram.

Bayern fær Mane á útsöluverði vegna þess að hann er 30 ára gamall og á eitt ár eftir af samningnum við Liverpool.

L'Equipe segir að Mane muni skrifa undir þriggja ára samning við Bayern og leysa annað hvort Serge Gnabry eða Robert Lewandowski af hólmi. 

Julian Nagelsmann þjálfari Bayern vill styrkja leikmannahópinn umtalsvert til að berjast um Meistaradeildina á næstu leiktíð. Félagið er þegar búið að klófesta Noussair Mazraoui og Ryan Gravenberch á upphafi sumars.

Liverpool mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París klukkan 19:00 á íslenskum tíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner